BRYNJA leigufélag

BRYNJA leigufélag ses, Hátúni 10C, er sjálfseignarstofnun, stofnað 1. nóvember 1965. Hlutverk félagsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær félagið með því að kaupa og byggja leiguíbúðir.

Tilkynningar

Brynja og Hafnarfjarðarbær undirrita samning um íbúðir í Hafnarfirði.
6. maí 2022
Brynja og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um stofnframlag til kaupa á íbúðum í Hafnarfirði. Samningurinn gildir um kaup á allt að tíu almennum íbúðum. Stofnvirði kaupáætlunar Brynju nemur alls 562 milljónum króna og nemur stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar ríflega 67 milljónum króna. Brynja mun stefna að því að kaupa nýjar íbúðir í samræmi við samkomulag þetta á árinu 2022 sem ættu þá allar að verða komnar í rekstur á árinu 2023.
Meðfylgjandi mynd var tekin í Ráðhúsi Hafnarfjarðar þegar Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju undirrituðu samninginn.

7 íbúða raðhús að Stapavöllum 16-28 í Reykjanesbæ
2. apríl 2022
Brynja gekk nýlega frá samkomulagi við byggingarverktakann Sparra ehf í Reykjanes um byggingu á 7 íbúða raðhúsi að Stapavöllum 16-28.
Húsin eru hönnuð af Arkís arkitektum. Um er að ræða sex 2ja herbergja íbúðir og eina 3ja herbergja íbúð. Hverri íbúð fylgir sér verönd og útigeymsla. Þá fylgir hverri íbúð bílastæði á lóð. Framkvæmdir eru komnar vel á veg og er stefnt að því að verktakinn skili af sér íbúðunum fullbúnum með frágenginni lóð þann 1. júlí 2023. Íbúðirnar falla undir lög um almennar íbúðir og njóta stofnstyrkja sem nema 18% af áætluðum byggingarkostnaði frá ríkinu og 12% frá Reykjansbæ. Langtímafjármögnun verður á hendi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Nýr framkvæmdarstjóri Brynju leigufélags
Guðbrandur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Brynju Leigufélags frá og með 4. nóvember 2021

LOKAÐ FYRIR NÝJAR UMSÓKNIR

Vegna gríðarlegrar fjölgunar umsókna hjá BRYNJU Leigufélagi
er því miður ekki unnt að taka við nýjum umsóknum. Lokað var fyrir nýjar umsóknir í október 2018 en þá voru 611 umsækjendur á biðlista eftir húsnæði.
Í september 2021 eru 280 umsækjendur á biðlista eftir leiguíbúðum.

Með móttöku nýrra umsókna væri einungis verið að viðhalda óraunhæfum væntingum og beina athygli frá því neyðarástandi sem uppi er
húsnæðismálum öryrkja.

Stjórn BRYNJU Leigufélags þykir miður hvernig komið er og væntir þess að stjórnvöld bregðist við af þeirri ábyrgð sem þeim ber.