Fréttir
30. janúar 2024
97 nýjar leiguíbúðir á árinu 2023
Brynja setti sér það markmið snemma árs 2022 að bæta við 320 íbúðum á fimm ára tímabili frá 2022 til 2026. Verkefnið gengur vel og bætti Brynja við 97 nýjum leiguíbúðum á árinu 2023 sem skiptast þannig á milli sveitarfélaga og landshluta.
| Sveitafélag/svæði | Fj. íbúða | Hlutfall |
| Reykjavík | 55 | 57% |
| Kópavogur | 8 | 8% |
| Hafnarfjörður | 7 | 7% |
| Garðabær | 1 | 1% |
| Höfuðborgarsvæðið | 71 | 73% |
| Reykjanesbær | 9 | 9% |
| Akureyri | 6 | 6% |
| Akranes | 6 | 6% |
| Árborg | 3 | 3% |
| Grindavík | 2 | 2% |
| Landsbyggð | 26 | 27% |
| Samtals | 97 |
Brynja ráðgerir að bæta við 80 íbúðum á árinu 2024. Ef það gengur eftir verður heildarfjöldi nýrra íbúða á árunum 2022-2024 samtals 212 íbúðir.