Fara í efni

Fasteignaumsjón

Starfsemi fasteignaumsjónar skiptist annars vegar í fasteignaumsjón og hins vegar vöktun og húsvörslu í Hátúni 10.

Fasteignumsjón sér um standsetningu íbúða og skipuleggur viðhald á eignasafni félagsins. Fimm starfsmenn á vegum Brynju sinna viðhaldi fasteigna félagsins og auk þess hefur félagið nokkurn fjölda verktaka sem sinna viðhaldsverkefnum á sviði pípulagninga, rafmagns, múrverks og flísalagna, málningar, dúklagningar, parketlagningar, lokaþrifa íbúða, ræstingar og lóðaumhirðu.

Helstu verkefni fasteignaumsjónar eru:

 • Hagkvæm innkaup á rekstrarvörum og byggingarvörum.
 • Samningar við undirverktaka sem sinna þjónustu við fasteignaumsjón.
 • Móttaka viðhaldsbeiðna leigjenda og úrlausn þeirra beiðna.
 • Móttaka og standsetning nýrra íbúða.
 • Móttaka eldri leiguíbúða þar sem ástand þeirra er metið og verkáætlun gerð um standsetningu eða tillaga um sölu eignarinnar ef hún svarar ekki kröfum Brynju um leiguíbúðir.
 • Lokaþrif íbúða fyrir afhendingu til leigjenda.
 • Skipulag á reglubundnum þrifum og ræstingu í þeim eignum þar sem Brynja er ábyrgt fyrir þrifum.
 • Skipulag sorphirðu og sorpflokkunar á vegum félagsins.
 • Skipulag viðhalds allra fasteigna félagsins.

Helstu verkefni húsvörslu og vöktunar í Hátúni 10:

 • Húsvarsla og vöktun í Hátúni 10 alla daga ársins allan sólarhringinn.
 • Tryggja öryggi íbúa í Hátúni 10, 10a og 10b og þeirra sem eiga erindi í húsin og nýta þá þjónustu sem er þar í boði.
 • Tilfallandi þjónusta við íbúa og starfsmenn í húsunum í takt við það sem getur talist eðlilegt.
 • Eftirlit og eftirfylgni með öllum húskerfum og ábendingar um það sem betur má fara og þarfnast viðgerðar.
 • Umsjón og eftirlit með rafrænum vöktunarkerfum í Hátúni 10 og Sléttuvegi 7 og 9.