Fara í efni

Viljayfirlýsing við Reykjanesbæ

Brynja hefur lagt áherslu á að eiga gott samstarf við sveitarfélög við mat á uppbyggingu leiguíbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Í nokkrum tilfellum hefur verið gengið frá viljayfirlýsingu til fimm ára þar sem árleg íbúðaþörf er metin á því tímabili. Með slíkri yfirlýsingu er framtíðin vörðuð en síðan er tekin ákvörðun á hverju ári um uppbyggingu í ljósi aðstæðna hjá báðum aðilum.

Í tengslum við afhendingu á sjö leiguíbúðum við Stapavelli í Keflavík var gengið frá formlegri undirritun á viljayfirlýsingu milli Reykjanesbæjar og Brynju leigufélags. Í byrjun þessa árs átti Brynja 33 íbúðir í Reykjanesbæ sem voru í útleigu, þar af eru tvö íbúðaúrræði þar sem leigjendur fá margháttaða þjónustu hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

Í viljayfirlýsingu Brynju og Reykjanesbæjar er stefnt að því að bæta við 37 íbúðum á næstu árum sem er raunhæft markmið ef tekst að útvega lóðir undir hentug byggingarverkefni á tímabilinu.

Á myndinni sjást þeir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Brynju ganga frá formlegri undirritun viljayfirlýsingarinnar í Reykjanesbæ þann 20. september 2023.