Fara í efni

Jarðhræringar í Grindavík

Öll þjóðin hefur fylgst með jarðhræringunum í kringum Grindavík undanfarið og þeim gríðarlegu náttúruöflum sem þar eru að verki.
Við hjá Brynju hugsum hlýtt til allra þeirra sem flýja þurftu heimili sín og vinnustaði í skyndi nú um helgina og vonumst til að áhrifin verði sem minnst. Aðdáunarvert er að sjá hvað íslenskt samfélag er öflugt að takast á við óvæntar aðstæður eins og þær sem skapast hafa í Grindavík.
Brynja á þrjár íbúðir í Grindavík. Haft var samband við alla leigjendur þeirra laugardaginn 11. nóvember og eru þeir allir í öruggu skjóli tímabundið. Brynja mun leggja áherslu á að aðstoða leigjendur sína í Grindavík eins og kostur er.