Fara í efni

Brynja opnar biðlista

Mikilvægur áfangi náðist í starfi Brynju leigufélags ses. í gær þegar opnað var fyrir rafrænar umsóknir í gengum mínar síður á vef félagsins. Þar er einnig að finna nýjar úthlutunarreglur Brynju varðandi reglur um úthlutun leiguíbúða.

Þeir aðilar sem hafa ekki tök á að sækja um rafrænt hafa möguleika á að panta viðtal í netfanginu brynjaleigufelag@brynjaleigufelag.is og fá þar aðstoð við gerð umsóknar.

Til að geta sótt um að fá úthlutað íbúð þarf umsækjandi meðal annars að vera að hafa 75% örorkumat að lágmarki og falla undir tekju – og eignaviðmið sem eru eftirfarandi fyrir árið 2022:

Einstaklingur: 5.995.000 kr. á ári 499.583 kr. á mánuði

Hjón/sambúðarfólk: 8.394.000 kr. á ári 699.500 kr. á mánuði

Hvert barn undir 20 ára: 1.499.000 kr. á ári 124.917 kr. á mánuði

Eignaviðmið: 6.471.000 kr.