Viðurkenning
Á dögunum hlaut Brynja leigufélag viðurkenningu sem framúrskarandi 
fyrirtæki 2025. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði til að hljóta
þessa viðurkenningu en öll eiga þau það sameiginlegt að vera stöðug
fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum sem efla allra hag.
Hlutverk Brynju er að kaupa, eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Þann
31. desember 2024 voru íbúðir Brynju í útleigu og byggingu alls 1.046 talsins,
samanborið við 993 íbúðir á sama tíma árið 2023. Þrátt fyrir að Brynja
festi kaup á tugi íbúða á ári dugar það ekki til að halda í við biðlista eftir
íbúðum. Í lok október þessa árs var fjöldi umsækjanda á biðlista hjá Brynju
alls 606 en í október 2024 voru þeir 471. Það er aukning um
28,7% milli ára.
Markmið Brynju er að halda áfram öflugu starfi sínu með því að bjóða
öryrkjum upp á hagkvæmt húsnæði og tryggja þeim öruggt heimili til framtíðar.
Skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2025